Afmæli 2019

Slippbarinn fagnar 7 ára afmæli sínu á föstudaginn langa þetta árið.

Þann 19. apríl 2019 verðum við sjö ára og því langar okkur að bjóða ykkur í sannkallaðan afmælisbrunch alla laugardaga og sunnudaga í apríl.

Brunch

Alla föstudaga og laugardaga skellum við í Slippbars-brunch. Í apríl gerum við hann örlítið afmælislegri og bjóðum hann á sérstöku afmælistilboði.

  • Fullorðnir: 2490 kr. (fullt verð 3790 kr.)
  • Krakkar 6-12 ára: 1245 kr. (fullt verð 1895 kr.)
  • Börn 0-5 ára: frítt með fullorðnum. (fullt verð 0 kr.)

Smelltu hér til að bóka borð.

Afmælispáskar

Páskahelgin verður afmælishelgin okkar á Slippbarnum!

Við bökkum því aftur um nokkur ár í kokteilsögunni og bjóðum tvo af okkar uppáhalds kokteilum; Lazarus og Holy Trinity á sérstökum afmælisprís, 1400 kr. frá skírdegi fram á annan dag páska.

Plötusnúðar verða á vappi á föstudags- og laugardagskvöldinu og því tilvalið að skella sér í kokteil og njóta við góða strauma.

Við hlökkum til að taka á móti þér í brunch, kokteilum, kvöldverði, hádegismat eða hverju því sem þér dettur í hug, á Slippbarnum í apríl!