Jólin 2019

Við hlökkum til jólanna

Við erum strax farin að skreyta í huganum og getum ekki beðið eftir því að stinga jólaseríunum í samband og taka móti þér í jólahádegisverð, jólakvöldverð, jólabröns og jólaglögg. Veislan hefst 22. nóvember.

Bókaðu hjá okkur í síma 560-8080 eða hafðu samband á slippbarinn(hjá)icehotels.is

Komdu með vinahópnum, vinnufélögunum eða fjölskyldunni og við setjum saman ómótstæðilega jólamáltíð og drykk handa ykkur úr öllu því besta sem við eigum.

 

Jólahádegi

Aðventuhádegi á Slippbarnum er afslappað og huggulegt. Borðið deilir með sér réttunum og þú sleppur við að þurfa að velja á milli. Þú nýtur þess að prófa eitthvað nýtt eða bragða eitthvað kunnuglegt og ferð út í jólaskapi.

Verð: 4.900 kr. á mann*
Börn 7-12 ára greiða 2.450 kr. / 6 ára og yngri fá frítt 
*Allt borið fram sem deiliréttir „family style“ nema eftirrétturinn 

Hvenær: Alla virka daga frá 26. nóv. til 23. des. 
Klukkan: 11.30-14.00

 

Jólabröns

Jólabröns Slippbarsins er sannkölluð veisla sem byrjar 24. nóvember. Þar er að finna úrval kaldra og heitra rétta auk ómótstæðilegra eftirrétta. Komdu svöng/svangur!

Verð: 4.900 kr. á mann
Börn 7-12 ára greiða 2.450 kr. / 6 ára og yngri fá frítt
Hvenær: Alla laugardaga og sunnudaga frá 24. nóv. til 22. des.
Klukkan: 12.00-15.00

 

Kvöldjólaseðill

Kvöldjólaseðillinn snýst um að deila réttum og njóta saman án þess að þurfa að standa í biðröðum. Réttirnir eru bornir fram fyrir allt borðið og því geta gestir okkar hallað sér aftur og slakað á milli rétta, líkt og þeir séu í jólaboði í heimahúsi.

Verð: 8.900 kr. á mann
* Börn 7-12 ára greiða 4.450 kr. / 6 ára og yngri fá frítt
*Allt borið fram sem deiliréttir „family style“ nema eftirrétturinn

Hvenær: Frá 22. nóv. til 23. des.
Klukkan: 18.00-22.00

 

Jól og áramót

Dagana 24., 25. og 31. desember bjóðum við upp á þriggja rétta hátíðarseðil frá kl. 18.00.

Verð: 13.500 kr. á mann

 

Jólapartý

Slippbarinn er kjörinn til að halda jólastarfsmannagleði af ýmsu tagi. Þar er boðið upp á óhefðbundin og skemmtileg rými sem vekja jafnan lukku gesta. Sófar, pullur og stólar, setustofur og sérherbergi. Hvað með smá bíósýningu?

 

Hafðu samband og sjáum hvað við getum gert skemmtilegt saman um jólin! Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 560 8080 eða á slippbarinn@icehotels.is