Jólin 2019

Við hlökkum til jólanna

Nú er allt jólaskrautið komið á sinn stað og jólaseríur komnar í samband!. Við hlökkum til að taka móti þér í jólahádegisverð, jólakvöldverð, jólabröns og jólaglögg. Veislan hófst 22. nóv og stendur til 23. des.

Bókaðu hjá okkur í síma 560-8080 eða hafðu samband á slippbarinn(hjá)icehotels.is

Komdu með vinahópnum, vinnufélögunum eða fjölskyldunni og við setjum saman ómótstæðilega jólamáltíð og drykk handa ykkur úr öllu því besta sem við eigum.

 

Jólahádegi

Aðventuhádegi á Slippbarnum er afslappað og huggulegt. Borðið deilir með sér réttunum og þú sleppur við að þurfa að velja á milli. Þú nýtur þess að prófa eitthvað nýtt eða bragða eitthvað kunnuglegt og ferð út í jólaskapi.

Jólaplatti Slippbarsins Úrval af ekta jólasmáréttum
Nautalund Sveppir og kartöflur í andafitu
Hvítsúkkulaði ostakökumús Piparkökumulningur og kirsuber

Verð: 4.900 kr. á mann*
Börn 6-12 ára greiða 2.450 kr. / 5 ára og yngri fá frítt 
*Allt borið fram sem deiliréttir „family style“ nema eftirrétturinn 

Hvenær: Alla virka daga frá 25. nóv. til 23. des. 
Klukkan: 11.30-14.00

 

Jólabröns

Jólabröns Slippbarsins er sannkölluð veisla. Þar er að finna úrval kaldra og heitra rétta auk ómótstæðilegra eftirrétta. Komdu svöng/svangur!

KALDIR RÉTTIR
Tómatsúpa með eldpipar, nýbökuðu brauði og pestó
Grísk jógúrt með hunangi, berjasultu og músli
Heilsuskot
Blandaður ávaxtabakki
Síldarsalat með eggjum
Chili rækjur
Grafinn lax með sætri sinnepssósu
Chorizo pylsa og Serrano skinka
Slippbarsflatbaka
Sesar salat með brauðkruðum og parmesan osti.
Saltbakaðar beður með geitaosti

HEITIR RÉTTIR
Kalkúnabringa með trönuberja gljáa
Djúpsteiktar pylsur á priki!
Osta ommeletta
Róstaðar sætar kartöflur
Steikt brokkolí með sesam og eldpipar
Purusteik og sveppasósa

EFTIRRÉTTIR
Stökkar vöfflur
Jólafrómas
Sætir bitar
Piparkökur
Súkkulaðikaka

Verð: 4.900 kr. á mann
Börn 6-12 ára greiða 2.450 kr. / 5 ára og yngri fá frítt
Hvenær: Alla laugardaga og sunnudaga til 22. des.
Klukkan: 12.00-15.00

Upplestur úr barnabókun verður alla sunnudaga kl. 13:00 á Slippbarnum.
Því er tilvalið að bjóða þeim yngstu í jólabrunch á Slippbarinn og hlusta á nokkra af okkar fremstu rithöfundum í barnabókmenntum.

  • 24.nóv - Arndís Þórarinsdóttir kl. 13
  • 1.des - Sigrún Eldjárn kl. 13
  • 8.des - Bjarni Fritz kl. 13
  • 15.des - Birgitta Haukdal kl. 13
  • 22. des - Margrét Tryggvadóttir kl. 13

Jólakvöldseðill

Kvöldjólaseðillinn snýst um að deila réttum og njóta saman án þess að þurfa að standa í biðröðum. Réttirnir eru bornir fram fyrir allt borðið og því geta gestir okkar hallað sér aftur og slakað á milli rétta, líkt og þeir séu í jólaboði í heimahúsi.

LYSTAUKAR
Dökkt súrdeigsbrauð, kúmen laufabrauð og þeytt smjör
Kjúklinga- og gæsalifrarfrauð með berjasultu
Síld á heimabökuðu rúgbrauði með rauðrófukremi og sinnepsfræjum
Tvíreykt húskarla-hangikjöt
Grafinn og brenndur lax með piparrótarsósu og ristuðu brauði

FORRÉTTIR
Bökuð seljurót með hunangi, ristuðum val- og pekanhnetum og fáfnisgrasi
Humarsúpa með steiktum leturhumri og hörpuskel ásamt dilluðu fennel og blómkálsþynnum

AÐALRÉTTUR
Grilluð nautalund með róstuðum kartöflum, smjörsteiktum sveppum og madeirasósu

EFTIRRÉTTUR
Hvítsúkkulaði ostakökumús með karamellu ásamt kirsuberja- og piparkökumulningi

Verð: 8.900 kr. á mann
* Börn 6-12 ára greiða 4.450 kr. / 5 ára og yngri fá frítt
*Allt borið fram sem deiliréttir „family style“ nema eftirrétturinn

Hvenær: Frá 22. nóv. til 23. des.
Klukkan: Sun.-fim. 18.00-21.30 og fös. og lau. 18.00-22.00

 

Jól og áramót

Dagana 24., 25. og 31. desember bjóðum við upp á þriggja rétta hátíðarseðil frá kl. 18.00.

Verð: 13.500 kr. á mann

 

Jólapartý

Slippbarinn er kjörinn til að halda jólastarfsmannagleði af ýmsu tagi. Þar er boðið upp á óhefðbundin og skemmtileg rými sem vekja jafnan lukku gesta. Sófar, pullur og stólar, setustofur og sérherbergi. Hvað með smá bíósýningu?

 

Hafðu samband og sjáum hvað við getum gert skemmtilegt saman um jólin! Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 560 8080 eða á slippbarinn@icehotels.is