Kaffið

Alla daga frá 7:00 hellum við upp á kaffi fyrir sælkera og kaffunnendur.

Líflegt kaffihús á Reykjavík Marina
Lífið í miðbænum lifnar enn meira við. Slippbarinn er einnig notalegt kaffihús þar sem stjanað er við bragðlaukana og öll hin skynfærin. 

Kíktu í morgunkaffi
Fyrir utan að gæða sér á hágæða kaffi er nóg í boði fyrir kaffigestina okkar. Hægt er að fá sér litla og stóra bita með kaffinu og einnig gæða sér á dýrindis morgunverðarhlaðborði.

Kaffið
Kaffi er okkur á Slippbarnum hugleikið, en kaffidrykkja er dásamleg félagsleg athöfn sem við viljum rækta og nostra við. Kaffivélin okkar hreinlega malar þegar hún fær að sýna sig og sanna. Við leggjum mikið upp úr því að gestir fá besta kaffi bæjarins, hvort sem þeir kjósa uppáhelling eða skemmtilega blöndu sem möluð er á staðnum af fagfólki. Kókos topparnir, sörurnar, makkarónurnar og fleira heimalagað gúmmelaði bragðast svo undursamlega með kaffinu.