Kokteilsmiðja Slippbarsins

Við þökkum frábæra þátttöku í kokteilsmiðjunni okkar. Hægt er að kaupa gjafabréf í kokteilsmiðjuna á Icelandair Hotel Reykjavík Marina. 

Næstu námskeið verða:

Þriðjudagskvöldið 14. janúar

Fimmtudagskvöldið 23. janúar

Fimmtudagskvöldið 13. febrúar

Fimmtudagskvöldið 20. febrúar

Fimmtudagskvöldið 5. mars

Fimmtudagskvöldið 12. mars

Við bjóðum upp á kokteilsmiðju þar sem farið verður yfir allt sem þarf að kunna og vita við gerð fullkominna kokteila.

Vinsælustu kokteilar Slippbarsins verða til kennslu allt frá uppruna kokteilsins til aðferðar og skreytingar. Nemendur læra undir handleiðslu kokteilsérfræðinga, fá að spreyta sig í kokteilgerðinni og að sjálfsögðu smakka á afurðinni.

Verð á mann: 7.990 kr. og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan námskeiðinu stendur.

Námskeiðið hefst kl. 17:30 og greiðsla fer fram á staðnum.

20 ára aldurstakmark. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig á námskeiðið. (Aðeins 12 komast að í einu)
Vinsamlegast veldu fyrst fjölda í hópnum og svo rétta dagsetningu.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA ÞIG Á KOKTEILSMIÐJUNA