Kokteilsmiðja Slippbarsins

Verið velkomin í kokteilsmiðju Slippbarsins

 

Við bjóðum upp á kokteilsmiðju þar sem farið verður yfir allt sem þarf að kunna og vita við gerð fullkominna kokteila.

Vinsælustu kokteilar Slippbarsins verða til kennslu allt frá uppruna kokteilsins til aðferðar og skreytingar. Nemendur læra undir handleiðslu kokteilsérfræðinga, fá að spreyta sig í kokteilgerðinni og að sjálfsögðu smakka á afurðinni.

Verð á mann: 7.990 kr.

Námskeiðið hefst kl. 17:30 og greiðsla fer fram á staðnum.

20 ára aldurstakmark og eru hópastærðirnar 7-10 manns (umsemjanlegt).

 

Vill vinahópurinn, gæsahópurinn eða matarklúbburinn skella sér saman í kokteilsmiðju?
Við bjóðum upp á prívatnámskeið fyrir hópa.

Fyrirfram ákveðin námskeið eru í sumarfríi en hægt er að bóka fyrir hópa.

Bókanir og fyrirspurnir vinsamlegast sendist á slippbarinn@icehotels.is