Food & Fun 2017, 1-5 mars

Ryan RatinoGestakokkurinn hjá okkur í ár er meistarinn Ryan Ratino.

Ryan lýsir matargerð sinni sem árstíðabundnum amerískum mat með evrópskar rætur. Ryan er yfirkokkur á Ripple í Washington, D.C. en áður starfaði hann með veitingahúsaeigandanum og kokkinum Richard Sandoval meðal annars í þróun matseðla. Ryan lærði við Le Cordon Bleu í Orlando, Flórída, og á að baki glæstan feril á fjölmörgum veitingahúsum víðsvegar um Bandaríkin svo sem yfiraðstoðarkokkur á Michelin stjörnu staðnum Caviar Russe.  


Þetta verður einstök matarupplifun og við bendum fólki vinsamlegast á að bóka borð sem allra fyrst því oft komast færri að en vilja á Food & Fun.