Takk Reykjavík!

Með hverju árinu laðar borgin okkar að sér sífellt fleiri erlenda gesti og við hjá Icelandair hótelunum leggjum nótt við dag til að gera heimsóknir þeirra sem ánægjulegastar. En án gestrisni höfuðborgarbúa væri það til lítils.

Okkur finnst Reykvíkingar eiga hrós skilið fyrir höfðinglegar móttökur og fyrir að gæða borgina lífi og þeim einstaka anda sem heillar ferðamenn hvaðanæva að. 
Þess vegna langar okkur að bjóða höfuðborgarbúum að upplifa borgina eins og ferðamenn.

Í tilefni af Takk Reykjavík! býður Slippbarinn í hádegisbrunch á 2490kr. alla laugardaga og sunnudaga í apríl.

Til að virkja tilboðið þarftu að sýna rafrænan miða (voucher). Þú getur sótt miðann eða tekið mynd af honum á símann þinn og sýnt við komu á Slippbarinn.

- Opna rafrænan miða -

Helgarbrunch Slippbarsins er í boði alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 12 og 15.
Forréttir, aðalréttir, eftirréttir, aukaréttir, sætir bitar, kaffi, te og ávaxtasafar eins og þú getur í þig látið.
Vinsamlegast bókið borð í síma 568-8080 eða á slippbarinn@icehotels.is.

ATH: Tilboðið er í gildi frá 1. apríl - 30. apríl.