Safnaðu hópnum saman á Slippbarnum
Reykjavík Marina hótelið býður upp á fjölbreytt rými fyrir fundi og viðburði. Í boði er bíósalur, klassísk fundaraðstaða og rými sem veita innblástur fyrir vinnufundi, viðburði og móttökur. Bættu við gómsætum veitingum frá Slippbarnum og eigðu góða stund með hópnum þínum!
Óhefðbundnar og skemmtilegar fundar- og veisluaðstöður
Við erum með allt til alls! Berjaya Reykjavík Marina hótelið er við höfnina á Mýrargötu 2, 101 Reykjavík. Á hótelinu eru alls konar ólík samkomurými sem henta fyrir öll tilefni. Slippbarinn, veitingastaður og bar, sér um allar veitingar sem geta verið sérsniðnar að þínum þörfum.
Kynntu þér valkostina hér fyrir neðan og sendu okkur fyrirspurn!

Slippbíó
Okkar vinsæla Slippbíó rúmar 25 manns í sæti og nýtist vel sem fyrirlestrar- og kynningarsalur jafnt sem bíósalur. Innfalið er skjár og skjávarpi og fullbúið hljóðkerfi sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki.
Slippbíó salurinn er einnig fullkominn fyrir kareoke - taktu lagið!
- Fundarsæti fyrir 25 manns
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þínum þörfum
- Fullkomnlega hljóðeinangrað rými
- Stærð: 29,4 m2

Living room
Notalegt fundarrými staðsett á jarðhæð í vesturenda hússins. Rýmið tekur allt að 16 manns í hefðbundin fundarsæti en hentar einnig vel fyrir standandi boð. Aðgangur að flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt.
- Fundarsæti fyrir 16 manns
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum
- Stærð: 27,7 m2

Community table
Langt og stæðilegt viðarborð sem tekur 20-22 manns í fundarsæti. Rýmið er staðsett á veitingahúsinu, Slippbarnum, og hentar einstaklega vel fyrir einkasamkvæmi, fundi og viðburði. Hægt er að loka rýminu með glerrennihurðum og tjöldum sem veita gott næði.
- Community Table er búið flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt.
- Fundarsæti fyrir 20-22 manns
- Stærð: 28,5 m2
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þínum þörfum

Lounge
Óhefðbundin fundaraðstaða sem skapar stemningu og veitir innblástur. Hægt er að velja hvort herbergið er hólfað af eða hvort flæði sé á milli tveggja rýma með því að snúa bókahilluvegg. Í rýminu er flatskjár sem hægt er að tengja fyrir fundi og kynningar.
Lounge aðstaðan er tilvalin fyrir fordrykki, hanastélsboð og hvers kyns móttökur með léttum veitingum.
- Fundarsæti fyrir 8 manns
- Hanastél fyrir 50 manns
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum.
- Stærð: 73 m2

Smiðjan
Stórt og bjart rými með fallegu eldstæði og litlu sviði sem býður upp á að vera með fjölbreytta viðburði fyrir 25 til 40 manns.
Smiðjan er opið rými sem er tilvalið fyrir fundi, fyrirlestra, kokteilboð og létta hádegisverði sem og viðburði sem breytast, til dæmis byrjað á fundi og/eða fyrirlestri og farið yfir í mat og drykk sem gæti til að mynda hentað ýmis konar samhristingi.
- 25-40 manns
- Stærð: 53,4 m2
- Innifalið er skjávarpi og tjald
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum.

Alrými og gestamóttaka Berjaya Reykjavík Marina
Viðburður í alrými og gestamóttöku Reykjavík Marina vekur jafnan lukku gesta sem og gestgjafa en aðstaðan er með eindæmum skemmtileg. Ekki er um hefðbundinn fundar- eða veislusal að ræða heldur fallegt og skemmtilega hannað rými gestamóttöku hótelsins. Sófar, pullur, stólar og púðar veita þægindin og skemmtilega innréttað rýmið með íslenskri hönnun og ýmsum áhugaverðum gömlum íslenskum munum vekja jafnan athygli og aðdáun gesta. Arineldurinn setur svo punktinn yfir i-ið.
- Aðstaða fyrir allt að 100 manns.
- Frábær aðstaða fyrir kynningar, fyrirlestra, sölufundi, móttökur, boð og veislur.
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum.
Haltu viðburðinn þinn hjá okkur!
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband á salesoperationmarina@icehotels.is eða í síma 444-4732.


Hafðu samband - við hjálpum þér að skipuleggja hittinginn!
Contact us any time
We will get back to you as soon as possible.
Please try again later.

Veitingar frá Slippbarnum
Ólík rými fyrir hvers kyns samkomur
Við tökum vel á móti þér!