Staðurinn
Þú færð þér sæti í notalegu andrúmslofti innan um nútímahönnun í bland við gamla tíma. Í hlýrri birtunni horfirðu út á hafið og lifandi iðnað með aldalanga sögu. Þú finnur angan af eimuðum sítrónuberki af barnum og steiktum humri úr eldhúsinu.
Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik.
Slippbarinn er fyrsti kokteilbarinn í Reykjavík og þar eru handverk í kringum gerð kokteila í hávegum höfð. Matur og drykkur byggja á klassískum grunni með snúningi en sérstaða barsins felst í einlægri nálgun og hugmyndafræðinni á bak við hvern kokteil og rétt á matseðlinum.
Slippbarinn er staðsettur á Berjaya Reykjavík Marina Hotel. Hótelið opnaði í apríl 2012 í gamla Slippfélagshúsinu, sem um hálfrar aldar skeið hýsti starfsemi Slippfélags Reykjavíkur. Enn í dag eru skip dregin í slipp til viðgerða og málunar beint fyrir utan barinn sem saman setur svip sinn á höfnina í fullkomnum samhljómi.
Haltu partý
Notalegt á Slippbarnum
Á Slippbarnum er veitingarými sem er tilvalið til fundar- og veisluhalds. Umhverfið er notalegt í gamaldags íslenskum stíl, veggfóður á veggjum og útsaumaðar myndir á veggjum innan um nútímalega hönnun. Hér hafa verið haldin eftirminnileg afmæli og vel heppnaðir fögnuðir af hverju tagi.
Fyrir nánari bókunarupplýsingar sendu okkur línu á salesoperationmarina@icehotels.is

Slippbíó
Slippbíó er 25 sæta bíósalur með litríkum og þægilegum sætum og hentar sérlega vel undir hvers kyns kynningar, fyrirlestra, sýningar og fundi.
Umhverfið hefur áhrif á árangurinn og heyrst hefur að fólk komi hreinlega glaðara út af fundi í Slippbíói sem jafnan eru bæði skemmtilegir og árangursríkir.
Meistarakokkar Slippbarsins sjá svo um að framreiða veitingarnar en þær er hægt að sérsníða að viðburðinum.

Óhefðbundin fundaraðstaða
Fundaraðstaðan sem Slippbarinn hefur úr að ráða í samvinnu við Berjaya Reykjavík Marina Hotel er bæði óhefðbundin og skemmtilega öðruvísi. Í boði er bíósalur, klassísk fundaraðstaða og rými sem veita innblástur fyrir vinnufundi, viðburði og móttökur í upplífgandi rými með líflegri og litríkri íslenskri hönnun allt um kring, en einmitt það setur tóninn fyrir mannfagnaðinn eða fundinn. Hvort sem þú vilt nota alrými, fundarherbergi eða gestamóttöku Reykjavík Marina, svíturnar okkar, veitingaaðstöðuna á Slippbarnum eða Slippbíó er næsta víst að boðið verður ógleymanlegt.
Matreiðslumenn Slippbarsins eru fyrsta flokks og sjá um að sérsníða veitingarnar eftir þínum þörfum.

Alrýmið fyrir alskonar
Alrými eða gestamóttaka hótelsins getur tekið allt upp í 100 manns í hvers kyns standandi mannfagnað. Sérstaklega skemmtileg íslensk hönnun, sófar, stólar, pullur og púðar sjá um að hægt sé að tylla sér og arineldurinn eykur á huggulegheitin.