Alrýmið fyrir alls konar

Alrými eða gestamóttaka hótelsins getur tekið allt upp í 100 manns í hvers kyns standandi mannfagnað. Sérstaklega skemmtileg íslensk hönnun, sófar, stólar, pullur og púðar sjá um að hægt sé að tylla sér og arineldurinn eykur á huggulegheitin.

Notalegt á Slippbarnum

Á Slippbarnum er veitingarými sem er tilvalið til fundar- og veisluhalds. Umhverfið er notalegt í gamaldags íslenskum stíl, veggfóður á veggjum og útsaumaðar myndir á veggjum innan um nútímalega hönnun. Hér hafa verið haldin eftirminnileg afmæli og vel heppnaðir fögnuðir af hverju tagi.

 

Frekari upplýsingar um fundaraðstöðu má finna á heimasíðu Iceland Hotel Collection by Berjaya

Nánari bókunarupplýsingar: salesoperationmarina@icehotels.is