Óhefðbundin fundar- og veisluaðstaða

Fundaraðstaðan sem Slippbarinn hefur úr að ráða í samvinnu við Icelandair hótel Reykjavík Marina er bæði óhefðbundin og skemmtilega öðruvísi.  Í boði er bíósalur, klassísk fundaraðstaða og rými sem veita innblástur fyrir vinnufundi, viðburði og móttökur í upplífgandi rými með líflegri og litríkri íslenskri hönnun allt um kring, en einmitt það setur tóninn fyrir mannfagnaðinn eða fundinn. Hvort sem þú vilt nota alrými, fundarherbergi eða gestamóttöku Reykjavík Marina, svíturnar okkar, veitingaaðstöðuna á Slippbarnum eða Slippbíó er næsta víst að boðið verður ógleymanlegt.

Matreiðslumenn Slippbarsins eru fyrsta flokks og sjá um að sérsníða veitingarnar eftir þínum þörfum.

Frekari upplýsingar um fundaraðstöðu má finna á heimasíðu Icelandair hótela.

Veitingar

Fundarveitingar - (PDF)