Óhefðbundin fundar- og veisluaðstaða

Fundaraðstaðan sem Slippbarinn hefur úr að ráða í samvinnu við Icelandair hótel Reykjavík Marina er bæði óhefðbundin og skemmtilega öðruvísi. Við bjóðum ekki upp á hefðbundna fundarsali heldur upplífgandi rými með líflegri og litríkri íslenskri hönnun allt um kring, en einmitt það setur tóninn fyrir mannfagnaðinn eða fundinn. Hvort sem þú vilt nota alrými eða gestamóttöku Reykjavík Marina, svíturnar okkar, veitingaaðstöðuna á Slippbarnum, Kaffislipp eða Slippbíó er næsta víst að boðið verður ógleymanlegt.

Matreiðslumenn Slippbarsins eru fyrsta flokks og sjá um að sérsníða veitingarnar eftir þínum þörfum.