Iceland Hotel Collection by Berjaya (Berjaya Hotels Iceland hf) virðir friðhelgi einkalífs og tekur verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega
Hér er samantekt á því hvernigIceland Hotel Collection tekur á réttindum þínum til friðhelgi einkalífs, söfnunar, nýtingar og vinnslu persónuupplýsinga þinna:
Með því að smella á „Persónuverndarstefna Iceland Hotel Collection“ hér að neðan getur þú lesið persónuverndarstefnu okkar nánar. Með því að lesa persónuverndarstefnuna munt þú fá betri skilning á því hvernig persónuupplýsingarnar þínar eru nýttar, hvaða tegundir upplýsinga við söfnum, hvernig við söfnum þeim, í hvaða tilgangi þær verða nýttar og með hverjum við deilum þeim.
Við munum gefa þér tiltekin dæmi um vinnslu á persónuupplýsingunum þínum. Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti með því að skrifa til privacy@icehotels.is ef þú hefur frekari fyrirspurnir.
Vinsamlegast hafðu í huga að samantektin hér að ofan og persónuverndarstefnan hér að neðan hafa ekki samningsgildi og eru því ekki hluti af samningi þínum við okkur með fyrirvara um réttindi þín samkvæmt gildandi lögum.
Persónuverndarstefna Berjaya Iceland Hotels
Upplýsingar um ábyrgðaraðila persónuupplýsinga þinna
Þegar Iceland Hotel Collection vinnur persónuupplýsingar þínar samkvæmt þessari persónuverndarstefnu telst Iceland Hotel Collection vera „ábyrgðaraðili“ persónuupplýsinga þinna samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd. Heimilisfang okkar er sem hér segir:
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Nauthólsvegur 52
102 Reykjavík
Iceland Hotel Collection hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem þú getur haft samband við með því að senda tölvupóst á privacy@icehotels.is eða skriflega á ofangreint heimilisfang.
Aðrir þjónustuaðilar, t.d. ferðaskrifstofur, hótel eða bílaleigur, sem veita hluta af þjónustunni verða einnig aðskildir „ábyrgðaraðilar gagna“. Persónuverndarstefna þeirra verður aðgengileg beint frá þeim.
Vinsamlegast hafðu í huga að aðrir samningar mynda samningssamband þitt við Iceland Hotel Collection og fara eftir því hvaða þjónustu þú hefur óskað eftir hjá félaginu. Dæmi um slíka samninga eru bókunarskilmálar Iceland Hotel Collection.
Hvenær á þessi stefna við?
Persónuverndarstefna Iceland Hotel Collection á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur eða tilvonandi viðskiptavinur. Þar með talið er þegar þú bókar gistingu eða nýtir viðbótarþjónustu eða vefsíður okkar . Einnig á persónuverndarstefnan við þegar þú hefur samband við þjónustuaðila okkar eða bókar þjónustu okkar í gegnum þriðja aðila. Dæmi um slíkan þriðja aðila er ferðaskrifstofa eða flugfélag.
Þegar við vísum til annarra sem ábyrgðaraðila í köflunum „Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga“ og „Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum“ skaltu skoða persónuverndarstefnu viðkomandi til að fá frekari upplýsingar.
Til að nálgast frekari upplýsingar um gildissvið persónuverndarstefnanna, til dæmis þegar það eru fleiri „ábyrgðaraðilar gagna“, eins og lýst er í kaflanum „Upplýsingar um ábyrgðaraðila persónuupplýsinga þinna“, eða hvenær við deilum persónuupplýsingum þínum, eins og lýst er í kaflanum „Í hvaða tilfellum og með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?“, mælum við með því að þú kynnir þér persónuverndarstefnu viðkomandi.
Viðbótarskilmálar eða -stefnur geta átt við ef þú óskar eftir frekari þjónustu frá okkur, t.d. ef þú notar WiFi hjá okkur, tekur þátt í keppni sem tengist Iceland Hotel Collection og öðrum þriðju aðilum.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi teljast til persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða kaupsaga þín. Upplýsingar um hvernig þú notar vefsíður okkar geta einnig flokkast sem persónuupplýsingar.
Í hvaða tilfellum vinnum við upplýsingar og frá hverjum gætum við fengið þínar persónuupplýsingar?
Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar, vefsíðu eða farsímahugbúnað, eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða þjónustuaðila. Það sama gildir þegar þjónustan er veitt af þriðja aðila eða aðilum sem koma fram fyrir hönd Iceland Hotel Collection. Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú vilt ekki veita okkur persónuleg gögn sem eru nauðsynleg til þess að efna samning eða þegar vinnslu er krafist af okkur samkvæmt lögum getum við mögulega ekki veitt þér þá þjónustu sem óskað er eftir, að öllu leyti eða að hluta.
Enn fremur getum við fengið persónuupplýsingar þínar frá þriðja aðila svo sem:
Vinsamlegast lestu „Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við?“ til að sjá hvaða tegundir persónuupplýsinga Iceland Hotel Collection vinnur um þig.
Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við?
Til þess að veita þér þjónustu okkar eða annarra ábyrgðaraðila gagna, sem veita hluta af þjónustunni sem þú hefur óskað eftir, verðum við að vinna úr persónuupplýsingunum þínum. Frekari vinnsla getur átt sér stað til þess að veita þér viðeigandi markaðsefni og bæta upplifun þína hjá Iceland Hotel Collection.
Iceland Hotel Collection vinnur eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
Upplýsingar sem þú veitir sem eru notaðar til að sjá um og klára bókun eða að veita þér þjónustu sem þú hefur óskað eftir.
Upplýsingar um þjónustu sem þú hefur notað áður.
Upplýsingar um hvernig þú notar og hefur samskipti á vefsíðum okkar og við þjónustuaðila okkar.
Upplýsingar um staðsetningu þína út frá tækinu þínu ef þú hefur vafrað á vefsíðunni okkar. (Þetta er IP vistfangið þitt. IP vistfang (þ.e. Internet Protocol vistfang) er talnakóði sem getur gegnt því hlutverki að vera einstakt auðkenni fyrir tölvuna þína eða annað tæki – það er hægt að slökkva á því í tækinu þínu).
Frekari upplýsingar má finna í stefnu okkar um vafrakökur.
Hvenær og af hverju söfnum við „viðkvæmum persónuupplýsingum“?
Í sumum tilfellum getur Iceland Hotel Collection unnið úr persónuupplýsingum sem teljast viðkvæmar. Sérstakir flokkar persónuupplýsinga svo sem trúarbrögð, heilsufar eða þjóðernisuppruni krefjast frekari öryggisráðstafana samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd. Vísað er til þessara flokka sem „viðkvæmra persónuupplýsinga“. Iceland Hotel Collection mun aðeins vinna þessa flokka gagna undir sérstökum kringumstæðum.
Eftirfarandi eru dæmi um hvenær við getum unnið úr „viðkvæmum persónuupplýsingum“:
Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar þínar?
Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er:
Að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.
Til að veita þjónustu sem er sérsniðin að kröfum þínum eða óskum og til að veita þér persónulegri þjónustu.
Til að framkvæma greiningar og markaðsrannsóknir.
Við greinum hvernig viðskiptavinir nota söluleiðir okkar, þjónustu og vörur til að vita hvernig við getum bætt þjónustuna sem við veitum og hvatt viðskiptavini til að nýta sér allt þjónustu- og vöruframboðið okkar.
Til að markaðssetja og kynna vörur og þjónustu Iceland Hotel Collection.
Til að senda þér stöðuuppfærslur og þjónustusamskipti.
Til að bæta vefsíður okkar, vörur og þjónustu.
Við getum fylgst með því hvernig þú og aðrir viðskiptavinir nota vefsíðu okkar svo við getum fundið leiðir til þess að bæta upplifunina á vefsíðunni og auka öryggi hennar.
Í tengslum við réttarkröfur eða ágreining.
Við getum nýtt persónulegar upplýsingar þínar til að halda uppi lagalegum rétti okkar sem fyrirtæki eða réttindum starfsmanna okkar, t.d. í tilfellum sem tengjast ólöglegri starfsemi, kröfum, svikum eða áreitni.
Í rekstrarlegum og stjórnunarlegum tilgangi.
Hvenær sendum við þér markaðsefni?
Þegar þú veitir okkur upplýsingar beint getur þú verið spurð/ur hvort þú viljir ekki fá markaðsefni frá okkur. Iceland Hotel Collection kynna stundum vörur og þjónustu þriðju aðila.
Iceland Hotel Collection getur beðið um samþykki þitt fyrir því að taka við markaðsefni frá þriðja aðila.
Við virðum óskir þínar um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur og með hvaða hætti þú vilt fá það afhent.
Hvaða valkosti hefur þú þegar kemur að móttöku markaðsefnis frá okkur?
Þú getur skipt um skoðun hvenær sem er um hvort þú vilt fá sent markaðsefni eða ekki. Til að hætta að fá markaðsefni sent frá okkur getur þú gert eftirfarandi:
Jafnvel þótt að þú kjósir ekki að fá markaðsefni frá okkur munum við samt eiga í samskiptum við þig í tengslum við þjónustu eða vörur sem þú hefur keypt.
Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú gefur til kynna að þú viljir ekki frá markaðsefni frá okkur munum við halda eftir persónuupplýsingum þínum til að geta uppfyllt ósk þína um að fá ekki slíkt efni.
+Á hvaða lagastoð hvílir vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum?
Iceland Hotel Collection vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum nema þar að lútandi lagastoð sé fyrir hendi. Lagastoðin kann að breytast eftir því hver tilgangur vinnslunnar er. Í næstum öllum tilvikum er lagastoðin eftirfarandi:
Þú getur fundið frekari upplýsingar um vinnslu með tilliti til sérhverrar lagastoðar hér að neðan.
Í tilfellum þar sem vinnsla gagna þinna er háð öðrum lögum getur lagastoðin fyrir vinnslunni verið önnur en getið er að ofan. Undir slíkum kringumstæðum kann vinnslan að vera byggð á samþykki þínu í öllum tilfellum.
Vinnsla sem byggir á samningsbundinni nauðsyn
Til þess að við getum veitt þér þjónustu, svo sem að ganga frá ferðatilhögun þinni, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna sumar persónuupplýsingar þínar. Við munum þurfa að vinna upplýsingar eins og nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar og greiðsluupplýsingar svo þú getir bókað gistingu, innritað þig á hótel og keypt gjafabréf, svo dæmi séu tekin.
Vinnsla sem byggir á lögmætum hagsmunum
Iceland Hotel Collection er ferðaþjónustuveitandi. Sem slíkt höfum við lögmæta hagsmuni af því að vinna persónuupplýsingar þínar til þess að veita, bæta og markaðssetja þjónustu okkar.
Vinnsla til að hlíta lagalegum skuldbindingum.
Sem fyrirtæki þarf Iceland Hotel Collection að hlíta lagalegum kröfum og kröfum eftirlitsaðila og getur þurft persónuuplýsingar þínar til að uppfylla þær kröfur.
Til þess að vernda brýna hagsmuni þína eða annars einstaklings.
Í örfáum tilvikum getur verið knýjandi þörf á að við vinnum persónuupplýsingar þínar til að vernda brýna hagsmuni þína eða hagsmuni annars einstaklings.
Ef um er að ræða læknisfræðilegt neyðartilvik getum við þurft að vinna persónuupplýsingar þínar svo að hægt sé að veita nauðsynlega læknisþjónustu.
Vinnsla sem byggir á samþykki
Í einhverjum tilvikum getum við þurft að vinna persónuupplýsingar þínar þegar þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því.
Þegar við vinnum persónuuuplýsingar sem byggja á samþykki þínu getur þú alltaf afturkallað samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast hafðu samband við Iceland Hotel Collection til að afturkalla samþykki þitt með því að senda tölvupóst á privacy@icehotels.is eða skrifa okkur á heimilisfangið:
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Nauthólsvegur 52
102 Reykjavík
Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú afturkallar samþykki þitt getum við mögulega ekki veitt þér þjónustuna sem þú hefur óskað eftir frá okkur, að öllu leyti eða að hluta. Að auki getur verið ómögulegt að afpanta bókun þína eða endurgreiða þér það sem þú hefur greitt okkur.
+Hversu lengi höldum við eftir persónuupplýsingum?
Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þau eru ætluð til vinnslu. Við munum til dæmis halda eftir upplýsingum sem tengjast dvöl þinni eins lengi og þess er þörf til að ganga frá ferðatilhögun þinni og eftir það svo að við getum brugðist við kröfum, ágreiningi eða spurningum varðandi bókunina. Upplýsingum þínum getur einnig verið haldið eftir svo við getum veitt þér sérsniðna og betri þjónustu og svo þú getir notið þeirra fríðinda sem þú hefur áunnið þér.
Iceland Hotel Collection skoðar persónuuplýsingar með virkum hætti svo að þeim sé ekki viðhaldið lengur en lagastoð er fyrir því að vinna þær. Í sumum tilvikum verða þær ópersónugreinanlegar og í öðrum tilfellum eytt.
Í hvaða tilfellum og með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?
Berjaya Iceland Hotels mun ekki selja persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila. Við munum ekki heimila þriðju aðilum að senda þér markaðsefni nema þú hafir veitt samþykki þitt fyrir því.
Til hvaða landa verða persónuupplýsingar þínar sendar?
Iceland Hotel Collection kann að deila upplýsingum þínum með þriðju aðilum í löndum sem staðsett eru fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið til þess að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir eða af öðrum lögmætum ástæðum. Til dæmis er þess krafist af Iceland Hotel Collection samkvæmt lögum annarra landa að persónuupplýsingum þínum sé deilt með löggæslu og útlendingaeftirliti. Frekari upplýsingar um það með hverjum persónuuplýsingum þínum kann að vera deilt má finna í kaflanum „+ Í hvaða tilfellum og með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?“.
Vinsamlegast hafðu í huga að þetta þýðir að persónuupplýsingar þínar geta verið fluttar til þriðju aðila sem eru staðsettir í löndum þar sem minni lagalegur réttur er í gildi en samkvæmt þínum landslögum.
Hvernig varðveitir Iceland Hotel Collection persónuupplýsingar sem eru fluttar til þriðju landa?
Samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd þurfa tilteknar kröfur að vera uppfylltar þegar persónuupplýsingar þínar eru fluttar til lands utan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilgangurinn með þessum kröfum er að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu varðveittar með fullnægjandi hætti, jafnvel þegar verið er að flytja þær utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Þegar Iceland Hotel Collection flytur persónuupplýsingar þínar til þriðja lands mun eitt af eftirfarandi gilda:
Hvað getur þú gert til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna?
Iceland Hotel Collection gerir allar mögulegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar. Við hvetjum þig til að taka skref til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna. Hér eru nokkrar ráðstafanir sem þú getur gert til að tryggja öryggi upplýsinga þinna:
Ekki deila bókunarnúmeri þínu með öðrum.
Haltu innskráningarskilríkjum þínum leyndum.
Farðu varlega á netinu og forðastu netsvik.
Óheiðarlegir einstaklingar geta reynt að safna persónuupplýsingum um þig með því að reyna að blekkja þig á netinu. Þessi ólöglega starfsemi er kölluð „vefveiðar“. Vefveiðar fara gjarnan þannig fram að sendur er tölvupóstur sem er látinn líta út fyrir að vera frá lögmætu fyrirtæki. Hins vegar eru slíkir tölvupóstar oft hluti af svikamyllu þar sem markmiðið er að blekkja þig til að gefa upp upplýsingar svo sem persónuupplýsingar, skráningarskilríki eða bankaupplýsingar. Tölvupóstar með vefveiðum innihalda oft tengla á sviksamlegar vefsíður sem líkja eftir útliti lögmætra vefsíðna.
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Iceland Hotel Collection getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu svo að hún endurspegli hvernig við megum vinna persónuupplýsingar á hverjum tíma. Iceland Hotel Collectiongetur sett tilkynningu á vefsíðu sína eða miðlað til þín með öðrum hætti þegar persónuverndarstefnunni er breytt. Þú getur skoðað nýjustu útgáfu persónuverndarstefnu okkar á þessari síðu.
Ef þú vilt ekki að við vinnum upplýsingar þínar samkvæmt persónuverndarstefnu okkar verður þú að hætta að nýta þér þjónustu okkar og eyða reikningi þínum ef við á. Enn fremur getur þú lagt fram beiðni um aðgang, leiðréttingu, takmörkun eða eyðingu á persónulegum upplýsingum þínum. Frekari upplýsingar er að finna í köflunum „Hver eru réttindi þín sem viðskiptavinur okkar?“ og „Hvernig get ég óskað eftir afriti af eða eyðingu á persónuupplýsingum mínum og hvernig legg ég fram kvörtun? hér fyrir neðan.
Hver eru réttindi þín sem viðskiptavinur okkar?
Sem viðskiptavinur okkar hefur þú rétt á að óska eftir aðgengi að, leiðréttingu á, takmörkun að og eyðingu á persónulegum upplýsingum þínum sem eru geymdar hjá okkur. Enn fremur mátt þú fá afrit af persónuupplýsingum þínum. Frekari upplýsingar um slíkar beiðnir má finna í kaflanum „Hvernig óska ég eftir afriti af eða eyðingu á persónuupplýsingum mínum og hvernig legg ég fram kvörtun?“ hér fyrir neðan.
Sem viðskiptavinur okkar hefur þú einnig rétt á því að andmæla hluta vinnslunnar. Í tilvikum þegar vinnslan byggir á samþykki þínu getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er. Frekari upplýsingar um afturköllun á samþykki þínu er hægt að finna í kaflanum „Vinnsla sem byggir á samþykki“ hér fyrir ofan. Vinsamlegast hafðu í huga að ofangreind réttindi þín kunna að vera takmörkuð. Til dæmis getum við ef til vill ekki eytt gögnum um þig ef við getum sýnt fram á að til staðar sé lagaleg krafa um að vinna úr þeim.
Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú óskar eftir að persónuupplýsingum þínum sé eytt getur slík beiðni haft áhrif á samband þitt við okkur sem viðskiptavinur.
Hvernig get ég óskað eftir afriti af eða eyðingu á persónuupplýsingum mínum og hvernig legg ég fram kvörtun?
Samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins og íslenskum persónuverndarlögum getur þú óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af Iceland Hotel Collection. Þú þarft ekki að borga gjald fyrir þessa beiðni nema að hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg. Iceland Hotel Collection mun gera allt sem á sínu valdi stendur til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku.
Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Að auki biðjum við þig um að leggja fram:
Vinsamlegast sendu beiðni þína til:
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Nauthólsvegur 52
102 Reykjavík
Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega til:
Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland