Slippbíósýning er skemmtilegri

Slippbíó er 25 sæta bíósalur með litríkum og þægilegum sætum og hentar sérlega vel undir hvers kyns kynningar, fyrirlestra, sýningar og fundi.

Umhverfið hefur áhrif á árangurinn og heyrst hefur að fólk komi hreinlega glaðara út af fundi í Slippbíói sem jafnan eru bæði skemmtilegir og árangursríkir.

Meistarakokkar Slippbarsins sjá svo um að framreiða veitingarnar en þær er hægt að sérsníða að viðburðinum.

 

Frekari upplýsingar um fundaraðstöðu má finna á heimasíðu Iceland Hotel Collection by Berjaya

Nánari bókunarupplýsingar: salesoperationmarina@icehotels.is