Staðurinn

Slippbarinn er staðsettur á Icelandair hótel Reykjavík Marina við gömlu höfnina og slippinn.

Á Slippbarnum er bæði notalegt og skemmtilegt að setjast niður einn eða í góðum félagsskap. Prófaðu hinn geysivinsæla "She-Man" kokteil, smakkaðu nokkra "Fullkomið að deila" rétti eða hvað með Fisk í pönnu? Hittir alltaf beint í mark. Ekki má gleyma syndsamlega góðu flatbökunum - með djörfum en svo hárréttri samsetningu af áleggi. Úff. 

Finndu stuðið í þér við barinn og veldu þér drykk af glæsilegum vín- og kokteillista og njóttu fjölbreyttra viðburða sem haldnir eru reglulega í tengslum við það sem er að gerast í Reykjavík hverju sinni.

Við berum fram staðgóðan morgunverð frá kl. 06:30 til kl. 10:00 alla daga.  Hádegisseðill er framreiddur milli 11:30 - 15:00.  Dagsseðill í boði frá 15:00 - 18:00 og svo Kvöldseðill þar eftir. Allatf það ferskasta, fjölbreytt og gott verð. 

Slippbars-brunchinn er svo saga til næsta bæjar - ferskur, léttur og gómsætur. Alla laugardaga, sunnudaga og rauða daga milli 12:00 - 15:00. 

Happy Hour á Slippbarnum er á hverjum degi frá kl. 15 - 18.