Þú færð þér sæti í notalegu andrúmslofti innan um nútímahönnun í bland við gamla tíma. Í hlýrri birtunni horfirðu út á hafið og lifandi iðnað með aldalanga sögu. Þú finnur angan af eimuðum sítrónuberki af barnum og steiktum humri úr eldhúsinu.
Þú bragðar á kokteil sem þú gleymir aldrei. Slippbarinn snýst um ógleymanleg augnablik.
Slippbarinn er fyrsti kokteilbarinn í Reykjavík og þar eru handverk í kringum gerð kokteila í hávegum höfð. Barþjónar staðarins nota ekki tilbúna líkjöra, bragðefni eða bittera heldur blanda og eima allt sitt frá grunni. Matur og drykkur byggja á klassískum grunni með snúningi en sérstaða barsins felst í einlægri nálgun og hugmyndafræðinni á bak við hvern kokteil og rétt á matseðlinum.
Krítartaflan, sem hangir við barinn, spilar stórt hlutverk í þeirri hugmyndafræði að Slippbarinn sé í sífelldri þróun og muni aldrei verða fullmótaður. Krítartaflan er ríkulega skreytt af ólíkum listamönnum eftir ákveðnu þema og útfrá því þema breytist jafnframt klæðaburður starfsfólks, mat- og drykkjarseðlar skipta um stíl og nýjir kokteilar verða til.
Slippbarinn er staðsettur á Berjaya Reykjavík Marina Hotel. Hótelið opnaði í apríl 2012 í gamla Slippfélagshúsinu, sem um hálfrar aldar skeið hýsti starfsemi Slippfélags Reykjavíkur. Enn í dag eru skip dregin í slipp til viðgerða og málunar beint fyrir utan barinn sem saman setur svip sinn á höfnina í fullkomnum samhljómi.