PVBR Winter Gathering 2023

Gleðjumst saman 30. nóvember–2. desember.

 
PVBR ætlar að slá upp tónlistarhátíð í samstarfi við Slippbarinn: PVBR Winter Gathering 2023.

Fjöldinn allur af hæfileikaríkum erlendum og innlendum plötusnúðum og -snældum með fjölbreyttan tónlistarsmekk bjóða upp á djass, funk, sálartónlist, búggí, diskó, hipphopp og house-tónlist.

Dagskráin hefst með opnunarhófi á Slippbarnum fimmtudaginn 30. nóvember kl. 18.

Föstudaginn 1. desember hefst dagskrá um leið og happy hour byrjar kl. 15 og stendur yfir til kl. 2.
Laugardaginn 2. desember verður gleðin við völd frá kl. 15 til 2 um nóttina.

‌Svo tökum við skrans á Kaffibarnum með lokapartýi á sunnudeginum 3. desember.

 Marina Hotel tekur auðvitað þátt og býður upp á herbergi á frábærum kjörum fyrir þau sem ætla að koma og njóta tónlistarinnar með okkur, dansa, hitta vini og eignast nýja.
Hafið samband við katringr@icehotels.is til þess að bóka herbergi.