Reykjavík Cocktail Week

Slippbarinn kynnir glænýja kokteila í tilefni af Reykjavík Cocktail Week. Á seðlinum má finna kokteila sem draga innblástur sinn frá hafinu en Slippbarinn er auðvitað rétt við höfnina. Á Slippbarnum hefur lengi verið lögð áhersla á gómsæta kokteila en Slippbarinn var einmitt fyrsti kokteilabarinn sem opnaði í Reykjavík. 

 

 

Kokteilaseðillinn

Bitter fish
Vodka, ylliblómalíkjör, límóna, sykur, beiskt sítrónugos

75 puffins
Gin, rabarbaragin, sítróna, sykur, plómu-bitters, prosecco

Captain Green
Tekíla, mezcal, agave, agúrka, mynta, eggjahvíta

The cove 
Viskí bragðbætt með kaffi,
bananaromm, appelsínu-bitters, súkkkulaði-bitters

Port lover
Rúbínportvín, viskí, Grand Marnier, sítrussíróp

Verð á kokteil: 2.990

 

 


Hápunktur vikunnar verður síðan föstudaginn 4. apríl, frá 17-20, þegar Slippbarinn verður með Olmeca tequila Pop-Up!

 

Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk um óþol og ofnæmi áður en pantað er.
Öll verð eru í íslenskum krónum. Innifalið í verði eru þjónustugjald og virðisaukaskattur.