Vegna Covid-19

Viðbrögð Slippbarsins við kórónaveiru, Covid-19

Uppfært 23. mars - tímabundin lokun.

Slippbarinn er nú tímabundið lokaður út af þessu ástandi sem nú ríkir. Við erum hins vegar bjartsýn og vonumst til að vera komin aftur á barinn og í eldhúsið áður en langt um líður.
Verum skynsöm, þvoum hendur, notum spritt og umfram allt, töpum ekki gleðinni.

Við látum ykkur vita um leið og við opnum aftur, svo fylgist endilega með okkur á Facebook.

Allar fyrirspurnir er hægt að senda á slippbarinn@icehotels.is og við munum svara við fyrsta tækifæri.


 

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti. Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).

 

Hvað erum við að gera:

 • Starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða hreinlæti.
 • Við höfum aukið tíðni þrifa í almenningsrýmum með sótthreinsiefnum. Þar með talið móttöku, lyftum, hurðarhúnum, almenningssalernum o.fl.
 • Við munum halda áfram að aðlaga matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi.
 • Við höfum bætt við stöðvum með handspritti og pössum að pláss á milli borða sé miðað við útgefnar leiðbeiningar af sóttvarnarlækni.
 • Pössum að samanlagður fjöldi gesta og starfsmanna fari ekki yfir 100 á meðan samkomubann er í gildi.

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

 • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur.
 • Forðast að snerta augu, nef og munn.
 • Forðast að vera nálægt veiku fólki.
 • Vera heima ef þú ert veik/ur.
 • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax.
 • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.